06 February 2012

Ný síða.

Blessuð veriði!


Við heitum Ásta og Linda og erum einstaklega hressar stelpur úr Hafnarfirðinum. Við deilum þeim sameiginlega áhuga að fylgjast með tískustraumum í förðun og öðru tengdu "bjútí-iðnaðinum". Okkur hefur lengi langað að deila okkar reynslu og skoðunum á þessum hlutum með öllum þeim sem langar að fylgjast með. 


Við stefnum að því að setja inn myndir af hinum ýmsu förðunum, bæði sem við gerum og því sem almennt er í tísku. Einnig verða teknar fyrir einhverjar vörur reglulega sem við gefum okkur tíma í að prófa og látum svo í ljós okkar skoðun og ef til vill einkunn. Vonumst til að einhver lesi þetta - annars er þetta bara nördaskapur og okkar leið til að koma frá okkur hinum ýmsu pælingum. :)


xoxo



No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...