11 May 2012

FOTN

Loksins komst ég aftur í það að blogga, hinni eilífu prófatörn í Háskólanum er loksins lokið! Ég hef ekki gefið mér tíma í að setja inn færslur síðastliðinn mánuð þar sem ég sökkti mér í bækurnar og lagði hobby'ið til hliðar.
Þar sem sumarið er að nálgast langaði mig að hafa förðunina heldur sumarlega, s.s. bjartar varir en það er einmitt það sem ég elska við sumrin, á þessum árstíma dreg ég fram alla mína björtu/skæru varaliti og nota þá óspart og legg dökku augnförðunina og nude varir á hilluna fram að hausti : )
-
I finally got around posting a new blog, I've got plenty of time now since all of my exams finished this week.
Tonight i decided  to go with the bright lips look, since summer is nearly here (here in Iceland the summer is just around the corner haha). Although my camera isn't picking the colors up quite accurate, the lips are a lot more pastel orange color, they seem a lot more red on . Next time I'll take pictures in daylight : )



Listi með vörunum sem ég notaði er fyrir neðan
-
List of products used for this look is below




12 March 2012

Quick & easy evening makeup / Einföld kvöld förðun


Fljótleg og einföld kvöld förðun.

Hér fyrir neðan kemur hugmynd af heldur hlédrægri/náttúrulegri kvöldförðun. ásamt því set ég inn lista með vörunum sem ég notaði í þetta sinn. 
-
My make-up this time is a quite subtle evening look. I really like this kind of make-up looks when going out for maybe a dinner or a movie. Below is also a list of products I used.


Face:
- Mac select cover up concealer - nw20
- NN cosmetics powder - light beige
- NN cosmetics blush - rosette
- Nyx blush - taupe

09 March 2012

February favorites / Uppáhalds febrúar


Febrúar uppáhalds.

Við Ásta ætlum að reyna að gera álíka færslur mánaðarlega þar sem við segjum ykkur stuttlega frá uppáhalds vörunum okkar í hverjum mánuði. Hér fyrir neðan koma uppáhalds vörurnar mínar fyrir febrúar mánuð.
-
We're going to try to monthly favorites post. So here are my (Linda) favorite product in February.


02 March 2012

Forest green & gold eyes tutorial / Leiðbeiningar að grænni smokey förðun


Dökk græn og gull lituð smokey förðun - skref fyrir skref
-
 Forest Green and gold eye make-up tutorial

Hér fyrir neðan koma skref fyrir skref myndir af því hvernig ég gerði þessa förðun á myndinni fyrir ofan, ásamt öllum þeim vörum sem ég notaði í þetta sinn. 
Ef þetta er eitthvað sem hentar ykkur, s.s. að sjá hvernig förðunin er gerð nákvæmlega, endilega látið okkur vita og við reynum að gera fleiri svona færslur. 
-
This time I'm going to show you how I did my make-up on the picture above, step by step. I will also list all the products used each time. If this post is something you would like to read again let us know.


01 March 2012

My new years eve make-up / Áramóta förðun



Tók örfáar myndir af förðuninni minni um áramótin. Myndirnar eru teknar á síma svo þær eru eflaust ekki þær bestu. En ég ákvað að sleppa öllu glimmeri og öðru dúlleríi þar sem ég er ekki mjög hrifin af því. Ég keypti mér svo falleg augnhár frá Ardell og mig langaði að leyfa þeim að njóta sín. Förðunin sem varð fyrir valinu var ljósbleik með dökkfjólublárri skyggingu.
I took some photos of my make-up on New Years eve, and I wanted to share them with you. I didn't go for a heavy glitter look like a lot of people do, but instead I went with a pinkish/dark purple look with dramatic eyelashes.



25 February 2012

Cleaning my Brushes! / Bursta þrif

How I clean my brushes..

Ég byrja á því að láta volgt vatn renna úr krananum. Finn svo til alla burstana mína sem ég ætla mér að þvo í þetta skiptið og hef þá tilbúna við hliðiná vaskinum.
---
I start by letting warm water flow from the tap. Then I place all my dirty brushes beside the sink. 


23 February 2012

Neutral eyes & bold lips / Áberandi varir, förðun


Hlutlaus augnförðun og áberandi varir urðu fyrir valinu síðustu helgi. Listi yfir vörur sem ég notaði eru hér fyrir neðan.
Last weekend I chose to go with bold lips and neutral lips. List of products is below.

20 February 2012

How to fix a broken eyeshadow / Laga brotin augnskugga eða púður

Hvernig á að laga brotin augnskugga!
How to fix a broken eyeshadow!

Mig langar að deila því með ykkur hvernig ég fer að því að laga augnskugga sem hafa brotnað! Þetta er einnig hægt að gera með andlitspúður, kinnaliti og bronzera!
In this blog I'm going to show you, my method on how to fix a broken eyeshadow. As you might know, you can do this with any powder product.


 Það sem þið þurfið:
-Brotna augnskuggan
- Sótthreinsandi efni (Própanól)
- Lítinn poka
- Skeið
- Ílát til að hræra augnskuggann með própanólinu
- 100 kall (til að pressa hann niður)
-tissjú

What you will need:
- The broken eyeshadow (pretty obvious)
- Rubbing alcohol
- A small bag
- Spoon
- Something to mix your eyeshadow in (you can also use the eyeshadow pan)
- A coin, to press down the eyeshadow
- A tissue



16 February 2012

My favorite make-up brushes / Uppáhalds förðunar burstarnir mínir

Uppáhalds förðunar burstarnir mínir
My favorite make-up brushes


Andlit/Face:
The Body Shop, Nature's minerals blush brush
Mjúkur og góður kabúkí bursti sem sér ekki á sér eftir 4 ára notkun og endalausa þvotta! Þrátt fyrir að þetta sé kinnalitabursti, þá nota ég hann í púður á allt andlitið.
I use this brush for both loose and pressed powder. Even though it's a blush brush, I prefer this size for a all over powder brush.

Sigma Round Top Kabuki - F82
 Nota þennan bursta í fljótandi meik. Hann gefur mjög lýtalausa áferð. Ótrúlega mjúkur og auðveldur í notkun.
This is my favorite brush for foundation, it gives a flawless application. It's super soft and it blends my foundation perfectly, so it makes it super easy and fast to apply foundation.

14 February 2012

Blue/Green smokey eyes / Blágræn smokey förðun





FOTN - Face of the night

Laugardags förðunin mín. Augnförðunin er seiðandi blá/grænt smokey. Fýla svona förðun í tætlur!
-
So here's my first FOTN, as you can see I really like to go for either bold or dark smokey looks and a classic nude lip, when I go out on weekends. Hope you like.

Keep on reading for a list of products.

Förðun helgarinnar, blágrænt smokey
-
FOTN - blue/green smokey eyes

10 February 2012

Þurrar varir / Dry lips



Veturinn er ekki besti vinur okkar þegar kemur að vörunum! Varirnar eiga það til að skrælna upp og jafnvel springa í öllum þessum kulda. Stöðugar hitabreytingar geta einnig valdið miklum varaþurrki. Mig langar að deila með ykkur mínum aðferðum til að koma í veg fyrir þurrar varir.
The winter can be harsh on our lips, they become dry and chapped. So we have to take extra care of them. So I would like to share with you my remedies on chapped lips.





Burt's Bees lip balm

09 February 2012

FOTD

FOTD - Face of the day

Finnst þessi liður rosalega skemmtilegur og er algengt meðal erlendra beauty bloggara að setja inn færslur með förðun dagsins/kvöldsins. Einnig hefur fólk verið að setja inn m.a. myndir af naglalakkinu sem þau eru með hverju sinni, og komum við ef til vill með að koma með svoleiðis færslur líka. En hér koma myndir af förðuninni minni í dag. Ásamt lista með vörunum sem ég notaði.
This is my FOTD, below is the list of products I used. We (me & Ásta) are going post frequently FOTD's and FOTN's on this blog.


Ég hélt förðuninni frekar léttri, mætti kalla þetta dagförðun með smá twisti þar sem ég setti bláan eyeliner á neðra auglokið, við augnhárin.
This look is pretty natural, but I put a blue eyeliner on the lower lash line and waterline for a little twist.



FOTD!

"Face of the day"
*Allt sem ég notaði er frá The Body Shop. / Everything I used is from The Body Shop.


Andlit / Face: 
-Moisture Foundation #04
-Loose Face Powder #01

Kinnar / Cheeks:
-Honey Bronze Bronzer #02
-Baked Cheek Colour #02
-Brush on Radiance

07 February 2012

Cherry Culture Haul

Sending frá cherryculture.com


Stuttu fyrir jól ákvað ég að panta mér vörur frá síðunni Cherry Culture. Á þessari síðu er hægt að fá vörur á borð við NYX, Milani, Eyeko, Beauty Blender og mun fleirri sem eru þó síður þekktar, sérstaklega hér á Íslandi. Eflaust þekkja ekki margir hérlendis þessar vörur nema aðallega NYX (þar sem það fæst hér).
En alltaf reglulega eru þau með 20% afslátt af öllum vörum sínum, sem getur verið gott að nýta sér! Kom út á það sama og fá fría sendingu til landsins í mínu tilfelli. 
Ég keypti að þessu sinni nánast einungis vörur frá NYX, en ég keypti líka 2 kinnaliti frá Milani.
Það er mikið af áhugaverðum vörum á síðunni, en þó er líka mikið af vörum sem ég myndi síður kaupa mér! Vörur sem líta út fyrir að vera "cheap". Ég er klárlega orðin hooked á þessari síðu, og það á örugglega ekki eftir að líða á löngu þangað til ég panta mér meira : )

Right before Christmas I placed an order on Cherry culture since they had a 20% discount off everything. I was very pleased with my order, the shipping was also quite fast, it only took about 2-3 weeks to come all the way to Iceland, and also during the holidays, so I expected my order to take quite a long time to arrive. 
This time I mostly ordered products from NYX as I'm familiar with that brand, and had always been lusting after a few of their product, also the round lipsticks weren't available here in Iceland, even though NYX products are sold here. I also ordered 2 baked blushes from MILANI, as I had been browsing through some swatches of them and they just looked so gorgeous. I'm completely hooked on this site! 
I love so many products they offer, even though there are many that look extremely cheep. There are definitely some hits & miss available on the site, you just have to be careful and choose well.  



Ætla að skella inn myndum af vörunum sem ég keypti mér, og svo tók ég líka "swatch" af þeim, svona til að sýna ykkur hvernig þær koma út : )
Here are some pictures and swatches of the products I bought. 



Tagg - Q&A


Hér kemur eitt stykki "tagg" !


Mynd - Megan Martinez/ChaosMakeupArtist



1. How old were you when you started wearing makeup?
-Ásta: Ég var u.þ.b. 14 ára þegar ég byrjaði að nota maskara og púður við og við. Ég hafði ekki áhuga á förðun á þessum aldri en ég hef alltaf hugsað "less is more" / I was about 14 years old when I started using mascara and face powder every other day. I wasn't interested in makeup at that age but I've always thought that less is more.
-Linda: Um 13 ára aldur fór ég að ganga með maskara dagsdaglega, og þótti afskaplega smart að vera með skærbláan maskara og bláan eyeliner í stíl, svaka smart gella! / When I was 13 I started wearing only mascara on a daily basis. I also wore a lot of bright blue mascara and a blue eyeliner at that time! *horror*



2. How did you get into makeup?
-Ásta: Þegar ég var 16 ára fór ég að hanga á Youtube tímunum saman að horfa á alls kyns myndbönd og lenti eitt skiptið á bjútí-gúrú undir nafninu panacea81. Hún heillaði mig alveg svakalega! / At 16 I started watching a lot of videos on Youtube and one day I stumbled upon panacea81's youtube page and she blew me away with her makeup skills!
-Linda: Áhuginn hefur blundað í mér lengi, alveg frá því ég var krakki og makaði öllu sólarpúðrinu hennar mömmu yfir andlitið á mér, haldandi að ég væri voða smart. En þegar ég var um 16/17 ára fór ég virkilega að sökkva mér í förðun, horfa á youtube myndbönd og svona. / Since I was a kid I was always interested in make-up, but when I was 16/17 I really got in to make-up. Started watching a lot of youtube videos and experimenting with make-up. 


3. What are some of your favorite brands?
-Ásta: MAC er alveg uppáhalds! Make Up Store er líka með flotta og góða augnskugga. / MAC is my no.1 favorite! Make Up Store also has good eyeshadows.
-Linda: mac er klárlega í uppáhaldi! Svo er ég líka hrifin af revlon, maxfactor (bestu maskararnir). / mac cosmetics are my favorite. But I also like drugstore products like Revlon and MaxFactor (they have the best mascaras).

 
4. What does makeup mean to you?
-Ásta: Það er mín leið til að sýna fólki minn persónuleika. / It's my way to show people my personality.
-Linda: I honestly don't know, cant think of anything! haha


5. If you could only wear 4 products on your face what would they be?
-Ásta: Rakakrem, varalitur, kinnalitur og maskari. / Moisturizer, lipstick, blush and mascara.
-Linda: Litað dagkrem, hyljari, maskari og varalitur. / Tinted moisturizer, concealer, mascara and a lipstick.


6. What is your favorite thing about makeup?
-Ásta: Finnst æðislegt hvað það eru til margir litir. Sérstaklega þegar kemur að varalitum! / I love how many different colors there are. Especially when it comes to lipsticks!
-Linda: Að geta dregið fram það fallega í okkur öllum *klisjukennt* / That we are able to bring out the most beautiful in us all *so cliché*


7. What do you think about drugstore makeup vs high end makeup?
-Ásta: Mér finnst vera hægt að gera mjög góð kaup í apótekum. Ég er ekki snobb þegar kemur að förðunarvörum. / I think you can make some awesome buys at drugstores. I'm not a snob when it comes to makeup :)
-Linda: Mér finnst alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt, og ég blanda þessu saman, nota ekki einungis high end vörur! / I've always liked to try something new and different, so I tend to switch up what products I use, I don't only stick to the high end products.


8. What is one tip of advice you can give to a beginner?
-Ásta: Minna er meira! / Less is more!
-Linda: Ditto!


9. What is one makeup trend you never understood?
-Ásta: Þegar konur nota dökkan varablýant og ljósan varalit.. / When women wear a dark lip liner with a light lipstick..
-Linda: Sammála Ástu, svo líka finnst mér óklæðilegt að nota bláan maskara! / I agree with Ásta, but I personally hate blue mascara, it doesn't suit anyone imo even though I went through a phase where I used it as a teenager!


10. What do you think about the beauty community on YouTube?
-Ásta: Það er æðislegt! Hef lært svo ótrúlega margt af YouTube! / I love it! I've learned so much from it!
-Linda: Ditto! : ) 

xoxo 

06 February 2012

Ný síða.

Blessuð veriði!


Við heitum Ásta og Linda og erum einstaklega hressar stelpur úr Hafnarfirðinum. Við deilum þeim sameiginlega áhuga að fylgjast með tískustraumum í förðun og öðru tengdu "bjútí-iðnaðinum". Okkur hefur lengi langað að deila okkar reynslu og skoðunum á þessum hlutum með öllum þeim sem langar að fylgjast með. 


Við stefnum að því að setja inn myndir af hinum ýmsu förðunum, bæði sem við gerum og því sem almennt er í tísku. Einnig verða teknar fyrir einhverjar vörur reglulega sem við gefum okkur tíma í að prófa og látum svo í ljós okkar skoðun og ef til vill einkunn. Vonumst til að einhver lesi þetta - annars er þetta bara nördaskapur og okkar leið til að koma frá okkur hinum ýmsu pælingum. :)


xoxo



Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...